Sumarhús til flutnings , 260 Njarðvík
6.990.000 Kr.
Sumarhús
2 herb.
29 m2
6.990.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2022
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

Eignamiðlun Suðurnesja kynnir Sumarhús til flutnings
Um er að ræða virkilega vel skipulagt og bjart 29,1 m2  sumarhús til flutnings.

Eitt svefnherbergi, baðherbergi, stofa og eldhús sem er opið inní stofu.

Nánari lýsing:

Húsið er timburhús klætt að utan með báruáli.
Dregarar eru 2x45x220 með u.þ.b 1200 mm millibili.
Gólfbitar eru 45x195 c/c 600 mm, holrými fyllt 200 mm steinullareinangrun. Gólfplötur eru nótaðar spónaplötur 21 mm þykkar, undir gólfplötu kemur rakavarnarlag.
 
Útveggir eru timburveggir byggðir úr 45x145 mm burðarviður úr styrkleikaflokki T1, holrými fyllt einangrun.
Útveggjaklæðning er litað báruál. Innan á útveggjagreind kemur rakavarnalag og loks 45x45 mm lagnagrind
Klæðning innanhúss er spónaplötur og gifs.
 
Burðarvirki þaks eru hefðbundnar spperrur 45x245 c/c 450 mm sem leggst ofan á útveggi. Ofan á sperrur er klætt með 25 mm gisinni borðaklæðningu. Vatnsvarnarlag 2xpappalag sem negldur er og bræddur á þakklæðningu.
Í hvert sperrubil eru 2 stk útloftunarrörum með flugnaneti. Einangrað er í sperrubil með 200 mm seinull. Neðan á sperrur kemur rakavarnarlag sem tengist við rakavarnalag útveggja. Lagnagrind í þaki er 45x45.
Loft innandyra er klætt gipsi og/eða læstum loftaklæðningum.
 
Gluggar og hurðar eru úr tré.
 
Innveggir eru hefðbundnir gipsveggir, byggðir upp af blikkstoðum 34x70 mm fyllt einangrun og klætt spónaplötum og gipsi. Allar klæðningar í flokki 1.
 
Reykskynjarar, slökkvitæki og flóttaleiðir í samræmi við uppdrátt. Björgunarop eru í svefnrými.
 
Húsið skilast með harðparketi á gólfum, nema í baðherbergi er dúkur, innréttingar frá IKEA samkvæmt grunnteikningu, eldavél og blöndunartæki að viðurkenndri gerð. Hefðbundin lýsing og gert er ráð fyrir rafmagnskyndingu.

Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50, Reykjanesbæ, og í síma 420-4050. Netfang: [email protected]


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.