Eignamiðlun Suðurnesja kynnir glæsilegt 119 fm. raðhús við Seljudal 18a, 260 Reykjanesbær.
Eignin skiptist í stofu, eldhús, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, þvottahús, geymslu og geymsluloft.Forstofa er með flísum á gólfi og góðu skápaplássi.
Eldhús og stofa eru í opnu björtu rými með parketi á gólfi, svört eldhúsinnrétting, ofn og helluborð.
Stofa er björt og rúmgóð, parket á gólfi, þar er útgengt út á pall.
Svefnherbergin eru þrjú talsins og eru með parketi á gólfum. Skápar eru í öllum herbergjum.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum að hluta til, svört baðherbergis innrétting, upphengt salerni, sturta og baðkar.
Þvottahús er með flísum á gólfi og góðri innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Sérgeymsla er innan íbúðar ásamt
geymsluloftið með fellistiga sem seljandi útbjó sjálfur. Geymsluloftið er að sögn seljanda sirka 13fm.
Hiti er í öllum gólfum.Lóð er um 103 fm. afgirt með 180 cm grindverki. Glæsilegur pallur þekur um 73 fm2 og restin af lóðinni er um 30 fm. grasflötur. Þar er einnig heitur pottur.
Staðsetningin er virkilega góð, Húsið er vel staðsett í barnvænu hverfi þar sem stutt er í alla mögulega þjónustu, leikskóli og grunnskóli í göngufæri.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á seinustu tveimur árum. Þá var eldhúsið tekið í gegn, settar voru nýjar flísar á forstofu, geymslu, þvottahús og baðherbergi. Baðherbergið var tekið í gegn þar sem meðal annars voru sett inn ný blöndunartæki. Þá var Cat 6 kapall dreginn í öll herbergi ásamt því að ný ljós voru sett í öll rými. Þá var einnig reistur pallur sem þekur alla baklóðina.Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50, Reykjanesbæ, síma 420-4050 / 894-2252 og á netfangið [email protected] Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til
seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta
fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignamiðlun Suðurnesja bendir væntanlegum
kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.