Eignamiðlun Suðurnesja kynnir Vogagerði 8, 190 Vogum.
Íbúðin er 2ja herbergja, 63,2 fm, með sér inngangi, á neðri hæð í 4ra íbúða fjölbýlishúsi, á góðum stað í Vogum.
Eitt svefnherbergi, baðherbergi, hol og stór stofa ásamt borðstofu, eldhús með borðkrók, þvottahús og sérgeymsla, ásamt geymslu í sameign. Góð verönd á vestur hlið húsið. Gólfefni eru flísar og parket.
Eignin getur verið laus við kaupsamning!!
Lýsing eignar: .Anddyri: Sér inngangur með flísum á gólfi.
Hol: Innaf anddyri er rúmgott hol harðparketi á gólfi.
Þvottahús: Innaf holi er þvottahús með epoxymálningu á gólfi, góð innrétting.
Baðherbergi: Baðherbergið er með flísum á gólfi og nýleg innrétting, baðkar með sturtu og salerni.
Eldhús: Eldhús með snyrtilegri innréttingu, harðparket á gólfi, borðkrókur er í eldhúsinu.
Stofa og borðstofa: Björt og rúmgóð stofa með harðparketi á gólfi með útgengi á verönd og baklóð.
Svefnherbergi: Svefnherbergið er með harðparketi á gólfi, góður fataskápur.
Geymsla: Sérgeymsla er við húsið ásamt sameiginlegri hjóla og vagnageymslu.
Verið er að vinna í að setja nýtt þak á húsið ásamt að klæða suðurhliðina. Þessi framkvæmd er greidd.
Frábær staðsetning, mjög nálægt leikskóla og grunnskóla.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50, Reykjanesbæ, og í síma 420-4050 eða á netfangið [email protected]