Réttarvegur 2, 233 Hafnir
Tilboð
Einbýli
3 herb.
129 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1956
Brunabótamat
45.400.000
Fasteignamat
22.100.000

Eignamiðlun Suðurnes kynnir Réttarvegur 2, (Hafnir) Reykjanesbæ. Um er að ræða 129,4 m2 einbýlishús á tveimur hæðum á sjávarlóð með skemmtilegu útsýni.    

Húsið er laust við kaupsamning!!

Nánari lýsing.

Neðri hæðin er bílgeymsla og verkstæði og er um 64,7 m2. Gólfplata og veggir eru steyptir, loft er timburloft haldið uppi með stálbita og súlum. Góð gönguhurð og aksturhurð er á neðri hæðinni.
Efri hæðin.
Anddyrið: er með flísum á gólfi. Úr anddyri er stigi niður á neðri hæð. Engar tröppur eru að utanverðu.
Hol: Stórt hol sem er með plastparketi á gólfi
Stofa: Stór stofa með plastparketi á gólfi.
Baðherbergi: Baðherbergið er með flísum á gólfi, sturta, upphengt salerni og gömul innrétting. Lúga er uppá geymsluloft.
Eldhús: Eldhúsið er rúmmgott með eldhúskrók. Dúkur er á gólfi, stór innrétting.
Svefnherbergi: Svefnherbergin eru tvö með plastparketi á gólfi.

Húsið þarfnast viðhalds að utan sem innan.

Eins og fyrr segir er húsið vel staðsett og bíður uppá mikla möguleika, skemmtileg lóð er kringum húsið og plan er með möl. Lóðin er um 1.033,4 m2 og er með frábæru útsýni í allar áttir, lóðin gefur mikla möguleika, er á rólegum stað í útjaðri bæjarins.

Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Hafnargötu 50, sími 420-4050.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1.    Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu,  vsk, sbr. verðskrá.
 
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignamiðlun Suðurnesja bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
Kaupanda er kunnugt um að seljandi er dánabú. Aðstandendur þekkir ekki eignina umfram það sem fram kemur í opinberum gögnum. Því leggur seljandi ríka áherslu á það við kaupanda að hann gæti sérstakrar árverkni við skoðun og úttekt á eigninni og veitir seljandi eða fasteignasali kaupanda allan nauðsynlegan aðgang til þess. Eignin er seld í því ástandi sem hún var í við skoðun og kaupandi hefur kynnt sér gaumgæfilega og sættir sig við að öllu leiti. Seljandi hvetur kaupanda til að fá sér matsmann til að skoða eignina áður en gengið er frá kaupsamningi.
 
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.