Eignamiðlun Suðurnesja kynnir Hlíðarveg 82, 260 Reykjanesbær.
Um er að ræða 5 herbergja endaraðhús, 159 fm. þar af 27 fm. innbyggður bílskúr.
Eignin er staðsett á góðum stað í Njarðvík, barnvænt hverfi og stutt er í leik- og grunnskóla auk alla helstu þjónustu.
Eignin skiptist í anddyri, hol, eldhús með eldhúskrók, stofu, borðstofu, 4 svefnherbergi, geymslu, þvottahús, bílskúr og sólpall/verönd.
Möguleiki á að taka minni eign uppí !!
Nánari lýsing:Komið er inn í
anddyri með flísum á gólfi og góðum fataskáp.
Hol hefur parket á gólfi.
Eldhús hefur parket á gólfi, og flísar á veggjum að hluta, viðarinnrétting, helluborð, uppþvottavél og ofn. Eldhúskrókur hefur parket á gólfi og þar innangengt í þvottahús.
Þvottahús hefur flísar á gólfi og innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Þar er gluggi og hurð út á framlóð hússins.
Stofan er rúmgóð með parket á gólfi, þar er hátt til lofts og stórir gluggar sem gera hana bjarta og fallega.
Borðstofan hefur parket á gólfi, úr borðstofu er útgengi út á stóra verönd.
Svefnherbergin eru 4 talsins og öll parketlögð, hjónaherbergið er rúmgott með stórum fataskáp.
Baðherbergi hefur flísar á gólfi og veggjum, stór ljósaspegill, hvít innrétting, upphengt salerni, baðkar og sturta.
Bílskúrinn er rúmgóður, með steyptu gólfi, þar er sér inngangur, gluggar og rafmagns aksturshurð. Geymsla er í enda bílskúrs þar sem innangengt er í húsið.
Baklóð er stór og afgirt með miklum trjá gróðri og sólpalli með heitum pott.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50, Reykjanesbæ í síma 420-4050 og á netfangið [email protected].
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.