Eignamiðlun Suðurnesja kynnir íbúðir við Hallgerðargötu 1, 1A, 11A, 105 Reykjavík.
Um er að ræða vel vandaðar og skipulagðar íbúðir sem skilast allar fullbúnar. Gólf baðherbergja og þvottahúss eru flísalögð, önnur rými skilast með parketi frá Álfaborg.
Allar innréttingar eru sérsmíðaðar með ljúflokun á skúffum og skápum. Skápahurðir eru með melamin áferð, ljósar að lit. Borðplötur eru frá Egger, svartar að lit. Eldhúsinnrétting skilast með tækjum og búnaði frá AEG, spanhelluborði og blástursofni. innbyggð vifta er í eldhúsum. Fataskápar eru í sama lit og innréttingar. Innihurðir eru hvítar yfirfelldar frá Parka.
Sjá má skilalýsingu og nánari upplýsingar inn á heimasíðu verkefnisins: hallgerdargata.is/
Hafðu samband í síma 420-4050 / 894-2252 eða á netfangið [email protected] Nánari lýsing á eign:Hallgerðargata 11A, íbúð merkt 317, birt stærð 44,8 fm.
Eignin er tveggja herbergja íbúð á þriðju hæð, merkt 317, birt stærð 44,8 fm. þar af geymsla í kjallara skráð 5,8 fm. og svalir skráðar 4,7 fm. Íbúðin er með áskriftarrétt í B flokki í bílastæðishúsi.
Eignin skiptist í anddyri, baðherbergi, svefnherbergi, alrými þar sem eldhús og stofa eru í opnu rými og svalir.
ANDDYRI: Fataskápar í anddyri eru úr Egger melamín efni, litur U702 ST9 í ytra byrði en innra byrði úr dökkgráu melamín. Skúffur og hurðir eru með ljúflokun.
ELDHÚS: Eldhúsinnrétting er sérsmíðuð úr Egger melamín efni, litur U702 PM í ytra byrði en innra byrði úr dökkgráu melamín. Skúffur og hurðir eru með ljúflokun. Borðplata er Egger, Black litur U999 ST776, 12mm. Heimilistæki eru af gerðinni AEG frá Ormsson. Helluborð er ekki innfellt í borðplötu en vaskur er undirlímdur. Innbyggð vifta er í eldhúsi. Blöndunartæki í eldhúsi eru af gerðinni Grohe.
BAÐHERBERGI: Tveir veggir baðherbergis eru flísalagðir við sturtu með flísum frá Álfaborg, Carnaby Street Gray 30x60, að horni og upp í loft. Gólf eru flísalögð með sömu flísum og fara á veggi. Innrétting er sérsmíðuð úr Egger melamín efni, litur U702 ST9 og innra byrði úr dökkgráu melamín. Skúffur og hurðir eru með ljúflokun. Borðplata er Egger, Black litur U999 ST76, 12mm. Blöndunartæki eru frá Grohe.
VEGGIR OG LOFT: Loft og útveggir eru sandsparslaðir, grunnaðir og málaðir með lit sem nefnist Bómull og er frá Slippfélaginu. Innveggir í íbúðum eru gifsveggir með stálgrind, sandsparslaðir og málaðir með sama lit og útveggir, Bómull. Gluggar eru málaðir hvítir.
GEYMSLUR: Gólf í séreignageymslum eru lökkuð. Geymsluveggir er kerfisveggir frá GMS Corporation og galvaniseraðir. Geymslusvæði er upphitað.
ANDDYRI OG STIGAHÚS: Anddyri er með uppsettum póstkössum og mynddyrasíma. Teppi eru á stigum og stigapöllum. Gólf í anddyri er flísalagt með 60x60 Betonico Grey flísum frá Álfaborg. Lyftur eru af gerðinni Schindler. Veggir eru málaðir með lit frá Slippfélaginu, Bómull.
SAMEIGN: Steypt loft og innveggir í stigahúsi eru sandspartlaðir, grunnaðir og málaðir.
HJÓLA- OG VAGNAGEYMSLUR: Hjóla- og vagnageymslur eru í kjallara. Gólf í kjallara eru máluð, loft og steinveggir eru slípaðir og málaðir. Rafmagn og lýsing er fullfrágengin.
BÍLAGEYMSLA: Bílageymsla tilheyrir ekki húsinu. Undir húsinu er sameiginleg bílageymsla með öðrum húsum við Hallgerðargötu þar sem hægt er að leigja stæði. Innangengt er úr bílageymslu í stigahúsin.
ATH: Skv. reglum Reykjavíkurborgar um opinbera auglýsingu fasteigna verður eignin auglýst að lágmarki í 10 daga eftir að auglýsing er birt. Tilboð sem berast verða fyrst tekin til skoðunar eftir kl. 13:00 þann 4.nóv. 2023.
UMHVERFIÐ: Svæðið er í miðri íbúðarbyggð og er nálægt útivistar- og náttúrusvæðum eins og Laugarnesi og Laugardal. Mikil uppbygging hefur átt sér stað við Hallgerðargötu og eru nánast allar byggingar nýjar eða nýlegar. Afar stutt er í fallegar gönguleiðir meðfram sjávarsíðunni og afþreyingu í Laugardal og Borgartúni en þar er úr mörgu að velja fyrir alla aldurshópa. Í göngufæri er svo Laugalækur sem ber sérstakan sjarma með sínum litlu einstöku verslunum og annarri þjónustu. Heilsugæslan Kirkjusandi er í næsta húsi auk þess er ungbarnaleikskóli í húsinu.
Áhersla er lögð á að brjóta upp útlit húsanna með mismunandi litum og áferð sem draga fram sérkenni hvers húss og gera reitinn í senn nútímalegan og spennandi. Sérstök áhersla hefur verið lögð á efnisval, áferðir og vandaðan frágang. Skjólgóður inngarður skapar svo vettvang fyrir skemmtilegt sameiginlegt svæði íbúa.
Á lóðinni Halgerðargata 1 eru 4 stigahús á fimm hæðum sem samtals hýsa 81 íbúðir. Því til viðbótar er bílakjallari sem hægt að að leigja bílastæði í. Inngangar í húsin er af gangstétt í borgarlandi götu megin. Í kjallara eru séreignageymslur ásamt sameiginlegri vagna- og hjólageymslu.
Á lóðinni Halgerðargata 1 eru 4 stigahús á fimm hæðum sem samtals hýsa 81 íbúðir. Því til viðbótar er bílakjallari sem hægt að að leigja bílastæði í. Inngangar í húsin er af gangstétt í borgarlandi götu megin. Í kjallara eru séreignageymslur ásamt sameiginlegri vagna- og hjólageymslu.
Byggingaraðili á Hallgerðargötu er Reir Verk ehf.Reir Verk ehf. er öflugt byggingarfélag sem vinnur að fjölbreyttum fasteignaverkefnum ásamt því að vinna að ýmsum byggingaverkefnum á eigin vegum. Fyrirtækið leggur áherslu á að veita heildarlausnir í byggingaverkefnum, góða þjónustu og vandaða vöru.
Húsin eru hönnuð af Teiknistofa Arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. Ferill verkfræðistofa ehf. hannaði burðarvirki og lagnir. Lota ehf. sá um bruna- og hljóðhönnun. Raflax sá um raflagna- og lýsingahönnun. Lilja Hákon Filippusdóttir hjá Teiknistofu Arkitekta sá um hönnum lóðar.
Allar nánari upplýsingar í síma 42-4050/894-2252 og á netfangið [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.