Óðinsvellir 9, 230 Keflavík
98.000.000 Kr.
Einbýli
6 herb.
212 m2
98.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1982
Brunabótamat
84.000.000
Fasteignamat
88.150.000

Eignamiðlun Suðurnesja kynnir Óðinsvelli 9, 230 Keflavík
 
Um er að ræða virkilega vel skipulagt, 5 herbergja, tveggja hæða 212,6 m2 einbýlishús þar af er 48,6 m2. bílskúr. Staðsetningin er frábær, barnvænt hverfi, stutt í leik- og grunnskólann Heiðarskóla. Samgöngur til og frá svæðinu er góðar, stutt uppá Reykjanesbraut.

Laus við kaupsamning !!!
 
Húsið skiptist í fjögur svefnherbergi, fataherbergi, tvö baðherbergi, stórt hol og stór stofa ásamt borðstofu, eldhús, þvottahús, sjónvarpshol, svalir og bílskúr.
Góð lóð að aftan og framan, Stór pallur með heitum pott, á hliðinni er afgirt verönd sem snýr í suður með heitum pott.
Gólfefni eru flísar og parket. Íbúðarhluti hússins er skráður 164 m2. og bílskúrinn 48,6 m2.
 
Nánari lýsing:
Neðri hæð:

Anddyri: Gengið er inní anddyri með flísum á gólfi, góður fataskápur.
Hol: Úr anddyri er gengið inn í stórt hol með parketi á gólfi.
Stofa og borðstofa: Innaf holi er góð stofa með parketi á gólfi, borðstofa er hluti af stofunni með parketi á gólfi, hurð er út á afgirta verönd.
Eldhús: Eldhúsið er rúmgott, góð innrétting og góð tæki, flísar eru á gólfi, hurð er út á baklóð.
Baðherbergi: Baðherbergið er með flísum á gólfi og veggjum, góð innrétting, upphengt salerni og stór sturta.
Svefnherbergi: Eitt svefnherbergi er niðri með parketi á gólfi.
Fataherbergi: Gott fataherbergi með góðu skápaplássi og parketi á gólfi.
Þvottahús: Þvottahúsið er inn af eldhúsi með flísum á gólfi, góð innrétting.
 
Efri hæð.
Góður stigi er uppá efri hæðina með nýju kókosteppi á þrepum og pöllum, gott geymslupláss eða leiksvæði er undir stiganum.
Sjónvarpshol/alrými: komið er inní stórt alrými með nýju harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi: 2 góð svefnherbergi eru á efri hæðinni með nýju harðparketi á gólfi.
Hjónaherbergi: Stórt hjónaherbergi með nýju harðparketi á gólfi, hurð er út á stórar yfirbyggðar svalir. Hjónaherbergið var gert úr tveimur herbergjum og er einfalt að breyta því aftur.
Baðherbergi: Gott baðherbergi er á efri hæðinni með flísum á gólfi, góð innrétting og baðkar.
Bílgeymslan er ekki tengd húsinu, hann er 48,6 m2 með flísum á gólfi og góðu millilofti yfir öllu þakinu. Góð aksturshurð og gönguhurð eru úr skúrnum. Bílskúrinn er með nýju rafmagni og lagt er fyrir tveim hleðslustöðvum.
Húsið er klætt með liggjandi álklæðningu og timbri að utan, góð lóð er við húsið með stórum trjám og afgirt verönd er á suður hliðinni , plan er hellulagt.
Að innan er húsið mjög gott, nýjar hurðar eru í öllu húsinu, nýtt parket er á eftir hæðinni, neyslulagnir eru nýjar.
Frábær staðsetning, opið svæði vestan megin við húsið, mjög nálægt leikskóla og grunnskóla.
 
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50, Reykjanesbæ í síma 420-4050 og á netfangið [email protected].

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1.    Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4%
ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr.
2.700 af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar
á heimasíðum lánastofnana.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.