Um fyrirtækið
EIGNAMIÐLUN SUÐURNESJA var stofnuð 2. maí 1978. Stofnendur voru hjónin Hannes Arnar Ragnarsson og Halldóra Lúðvíksdóttir. Hannes starfaði sem tollvörður á þessum tíma og ætlaði að hafa fasteignasöluna sem aukastarf á milli vakta. En starfsemin óx hröðum skrefum og varð fljótlega meiri en fullt starf fyrir þau hjónin og réðu þau að auki einn starfsmann.
Í mai 2008 sameinuðust Eignamiðlun Suðurnesja og Fasteignastofa Suðurnesja undir nafni Eignamiðlunar.
Núverandi starfsmenn eru:
M. Sævar Pétursson, M.sc., löggiltur fasteignasali og leigumiðalari.
Erla María Guðmundsdóttir, sölufulltrúi og nemi í löggildingarnámi fasteignasala.
Þurý Jónasdóttir, ritari.
Starfsfólk Eignamiðlunar Suðurnesja óskar þér góðs gengis í eignaleitinni. Ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað með þá endilega hafið samband í síma 420-4050 eða á [email protected]
Við erum líka á Facebook
Eignamiðlun Suðurnesja ehf.
Hafnargötu 50, 230 Reykjanesbæ.
Sími: 420-4050
Netfang: [email protected]
Kt. 480813-0490
Virðisaukaskattsnúmer: 114704
Gjaldskrá
Söluþóknun seljanda er á bilinu 1,5% - 2,0% af söluverði eignar, auk virðisaukaskatts.
Þjónustu- og umsýslugjald kaupanda er kr. 40.000 með virðisaukaskatti.
Gjald fyrir verðmat er kr. 21.700 með virðisaukaskatti, en ekkert gjald er tekið ef eignin er sett í söluferli.