Gjaldskrá

Söluþóknun seljanda
Söluþóknun í almennri sölu er 1,3% af söluverði eignar, auk virðisaukaskatts. Við gerum tilboð í einkasölu, stærri eignir og fyrir verktaka.
Enginn auka kostnaður er tekinn við gagnaöflun á borð við gerð söluyfirlits, veðbókavottorðs, veðbandsyfirlits, fasteignavottorðs, eignaskiptasamninga, lóðarsamninga o.s.frv.
Enginn lágmarksþóknun.

Frítt verðmat bæði fyrir söluverðmat og bankaverðmat.

Ljósmyndun og auglýsingar
Ekkert gjald er tekið fyrir ljósmyndun.
Auglýsingar á netinu eru fríar, við auglýsum á mbl.is/fasteignir, fasteignir.is, es.is og facebook síðu Eignamiðlun Suðurnesja.

Þjónustu- og umsýslugjald kaupanda
Þjónustu- og umsýslugjald kaupanda er kr. 70.000 með virðisaukaskatti.

Leigumiðlun
Þóknun fyrir leigumiðlun samkvæmt samkomulagi.