Húsfélagsþjónusta

Við hjá Eignamiðlun Suðurnesja bjóðum upp á húsfélagsþjónustu sem einfaldar og hagræðir rekstur húsfélagsins.
Þjónustuliðir í húsfélagsþjónustunni eru:

Innheimta, Fjármál og Bókhald
Innheimta:

1) Greiðsluseðlar sendir mánaðarlega vegna innheimtu hússjóðs- og framkvæmdagjalda,
2) innheimtuviðvaranir sendar og innheimtu fylgt eftir skv. eignaskiptayfirlýsingu og
3) fjöleignahúsalögum.
4) Bankasamskipti
5) Greiðslur samþykktra reikninga.
6) Sótt um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda.
7) Húsfélagsyfirlýsing send fasteignasala vegna sölu íbúðar.
Bókhaldsþjónusta:
1) Bókhald fært skv. lögum um fjöleignarhús. Sjáum um samskipti við viðurkennda bókhaldstofu um færslu á bókhaldi og gerð ársreikninga.

(2) Fundaþjónusta:
1) Lögmæt boðun aðalfundar, fundarstjórn og ritun aðalfundar.
2) Fundaraðstaða vegna aðalfundar.
3) Tillögur að rekstraráætlun og hússjóðsgjöldum fyrir aðalfund.

Rekstrarþjónusta og Ráðgjöf
1) Öflun tilboða í daglegan rekstur, s.s. tryggingar, þrif, sorp, garðslátt og snjó-mokstur.
2) Framkvæmum ástandsskoðun á eigninni.
3) Ráðgjöf varðandi framkvæmdir og viðhald.
4) Öflun verktilboða þegar kemur að viðhaldi og framkvæmdum
5) Aðstoð við samningagerð við þjónustuaðila.
6) Almenn ráðgjöf varðandi húsreglur og ágreiningsmál.

Önnur fríðindi.
1) 40% afsláttur á sölukostnaði ef selt er í gegnum Eignamiðlun Suðurnesja.
2) 20-30% afláttur á vörum frá völdum fyrirtækjum.

Ef þú vilt kynna þér hvernig þjónusta okkar getur skapað þér hagræði og öryggi í störfum húsfélagsins, hafðu þá endilega samband við okkur í síma 420-4050 / 894-2252 eða í tölvupóst á [email protected].