Gónhóll 9, 260 Njarðvík
Tilboð
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
178 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2005
Brunabótamat
71.850.000
Fasteignamat
76.550.000

Eignamiðlun Suðurnesja kynnir Gónhól 9, neðri hæð, 260 Reykjanesbæ.
Neðri hæð í steyptu tvíbýlishúsi, byggt árið 2005, á vinsælum stað í Njarðvík. Sér inngangur og innkeyrsla fyrir neðan húsið, frá Bolafæti. Stór pallur sem snýr í suður. Nýlegt eldhús og þvottahús. Fjögur svefnherbergi, tvö af þeim eru í íbúðarhluta hússins, og þar er einnig fataherbergi/skrifstofa (gluggalaust rými), og tvö herbergi hafa verið útbúin í hluta af bílskúrnum. Baðherbergi er óklárað.

Bókið skoðun á netfanginu [email protected] eða í síma 869-1808.

Eignin er skráð 178,8 fm, þar af er íbúðarhluti 136,3 fm og bílskúr 42,5 fm.
Forstofa er rúmgóð með flísum á gólfi. Þar er nýlegt gestasalerni með klósetti og vaski. Það á eftir að klára að flísaleggja í kringum klósettkassa.
Úr forstofu er innangengt inn í þann hluta bílskúrs þar sem er búið að útbúa tvö svefnherbergi, fyrra herbergið er mjög rúmgott með flísum á gólfi og inn af því er annað minna herbergi einnig með flísum á gólfi.
Sjónvarpshol/stofa er með ljósu parketi á gólfi.
Eldhús og stofa í stóru og opnu rými með ljósu parketi á gólfi. Eldhús er nýlegt með fallegri grárri innréttingu með mjög góðu skápaplássi, stórri eyju með útdraganlegum skápum/skúffum báðu megin. Helluborð er í eyjunni með háf yfir. Bökunarofn ásamt öðrum combi ofni í vinnuhæð.
Útgengt úr stofu/eldhúsi út á stóran pall sem snýr í suður og nær einnig meðfram húsinu austan megin.
Þvottahús er nýlegt með góðu skápaplássi og innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Ljóst parket á gólfi.
Tvö rúmgóð svefnherbergi eru í sitt hvorum enda hússins. Annað þeirra er tengt gluggalausu rými sem er óklárað en hugsað sem fataherbergi og/eða skrifstofa (var áður þvottahús). Í því svefnherbergi er parket á gólfi en vantar hluta af gólfefni þar sem skápar voru fyrir en hafa nú verið fjarlægðir. Í hinu svefnherberginu er ljóst parket á gólfi (sama gólfefni og á alrými).
Baðherbergi er óklárað og er nánast fokhelt eins og er, þar sem til stóð að endurnýja það.
Gengið er inn í fremsta hluta bílskúrs (sem ekki hefur verið breytt í svefnherbergi) að utan, frá innkeyrslu, og er bæði rafdrifin bílskúrshurð og útidyrahurð. Þar er steypt gólf og hillur á veggjum.
Innkeyrsla er með möl. Austan megin við húsið er stór pallur sem tilheyrir neðri hæðinni. Vestan megin við húsið er steyptur stigi sem liggur upp á götuna Gónhóls megin.
Verið er að klára að klæða húsið að utan, laga svalir á efri hæð og ganga frá þakkanti með lýsingu, og mun seljandi sjá um að það verði klárað. Á mynd sem er tekin framan við húsið má sjá hvernig klæðningin lítur út en sama klæðning verður á öllu húsinu.
Athugið að skipulag er aðeins breytt frá grunnmynd hússins.

*Eldhús og þvottahús endurnýjað 2020.
*Gólfefni að mestu endurnýjað 2020.
*Flestar innihurðir nýlegar.
*Gólfhiti með nýlegum fjarstýringum og tölvu þannig hægt er að stýra hitanum í appi.
*Mjög stór, skjólsæll og sólríkur pallur.
*Vinsæl staðsetning í rótgrónu hverfi.
*4 svefnherbergi.

Eign sem býður upp á ýmsa möguleika. Frábær staðsetning í rótgrónu hverfi, nálægt skóla og leikskóla.

Nánari upplýsingar veitir:
Erla María Guðmundsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Netfang: [email protected]
Sími: 869-1808

------------------------------------

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.

Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali skoðar eignina og sannreynir upplýsingar frá seljanda með sjónskoðun. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.