Eignamiðlun Suðurnesja kynnir Grænásbraut 1217, 262 Reykjanesbæ.
Um er að ræða 4ja herbergja, 158,7 fm. íbúð á 1 hæð í tvíbýlishúsi.
Eignin skiptist í anddyri, þrjú svefnherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, tvö baðherbergi, geymslu innan íbúðar, þvottahús, sérgeymslu á fyrstu hæð auk vagna- og hjólageymslu í sameign.
Nánari lýsing:Anddyri er parketlagt, þar er fataskápur og
geymsla.Eldhús hefur hvíta innréttingu, eldavél, ofn og viftu. Dúkur er á gólfi.
Stofa og borðstofa eru í opnu björtu rými með parket á gólfi. Þar er útgengt út á
svalir með fallegu
útsýni.Svefnherbergin eru þrjú talsins með parket á gólfi.
Hjónaherbergið er rúmgott, þar er
baðherbergi með salerni, fína innréttingu og sturtu.
Þvottahús hefur flísar á gólfi.
Baðherbergið hefur salerni og baðkar.
Sérgeymsla er á fyrstu hæð með glugga.
Hjóla og vagnageymsla er í sameign.
Staðsetningin er góð, stutt í leik- og grunnskóla, líkamsrækt og verslunarkjarna á fitjum.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50 eða á netfanginu [email protected] og í síma 420-4050
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 70.000 með vsk.