Eignamiðlun Suðurnesja kynnir Öndverðarnes 2
Um er að ræða fallegt sumarhús ásamt gestahúsi á fallegum stað í Grímsnesi.
Aðalhúsið er skráð 62,1 fm. skv. Þjóðskrá, byggt var við húsið og er það því um 65 fm.
Gestahúsið er um 15 fm.
Húsið stendur á um 4.400 fm. lóð.
Staðsetningin er virkilega góð, falleg náttúra og gróður er allt um kring. Stutt í Þrastarlund. Aðeins 10-15 mínútur akstur frá Selfossi og um 45 mín akstur frá Reykjavík.
Nánari lýsing:Aðkoman er góð, stórt malarborið
bílaplanKomið er inn í
anddyri með parket á gólfi.
Baðherbergi hefur flísar á gólfi, sturtuklefa og salerni.
Svefnherbergin eru 2 talsins bæði parketlögð. Hjónaherbergið er rúmgott með fataskáp.
Alrýmið skiptist í
eldhús, borðstofu og stofu sem eru í opnu björtu rými með parket á gólfi. Úr
stofunni er útgengt út á stóran pall sem umlykur húsið, þar er
heitur pottur.Eldhús hefur snyrtilega svarta innréttingu með góðum tækjum, uppþvottavél innbyggðu helluborði og ofn.
Nánari lýsing á Gestahúsi:Gestahúsið er bjart og fallegt, þar er parket á gólfi.
Svefnaðstaða,
eldhúsinnrétting með vask og skápum.
Baðherbergi með upphengdu salerni.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50 eða á netfanginu [email protected] og í síma 420-4050
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.