Eignamiðlun Suðurnesja kynnir Guðnýjarbraut 15, 260 Reykjanesbæ.
SELD með fyrirvara um fjármögnun.
Um er að ræða glæsilegt, 214,5 fm. 6 herbergja einbýlishús á góðum stað í Njarðvík.
Húsið skiptist í anddyri, hol, eldhús, stofu, borðstofu, 5 svefnherbergi, 2 baðherbergi, þvottahús, bílskúr/geymslu og sólpall með heitum potti.
Nánari lýsing:Komið er inn í
anddyri með flísum á gólfi og stórum fataskáp.
Hol er rúmgott með flísum á gólfi. Þar er aðstaða sem býður uppá ýmsa möguleika.
Alrýmið skiptist í
eldhús, stofu og borðstofu sem eru í opnu rými,
aukin lofthæð og stórir gólfsíðir gluggar eru í
stofunni sem gerir rýmið bjart og fallegt.
Eldhús hefur flísar á gólfi, snyrtileg hvít eldhúsinnrétting með miklu skápaplássi. Stór eldhúseyja með innbyggðu helluborði.
Útgengt er úr stofu út á
sólpall með
heitum potti.Svefnherbergin eru 4 talsins, öll rúmgóð, búið er að útbúa
eitt herbergi í bílskúrnum. Hjónaherbergið er rúmgott, þar er
fatarými og útgengi út á
sólpall.Baðherbergi I hefur flísar á gólfi og veggjum, snyrtileg innrétting, ljósaspegill. Þar er baðkar, sturta með sturtuskilrúmi úr gleri á eina hlið, handklæðaofn og upphengt salerni. Þar er útgengt út á verönd.
Baðherbergi II hefur flísar á gólfi, upphengt salerni og góða innréttingu.
Þvottahús hefur flísar á gólfi, góð innrétting með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, þar er vaskur og mikið skápapláss.
í Bílskúrnum eru
tvö herbergi og
tvær geymslur og býður bílskúrinn uppá ýmsa möguleika. Þar er flísar á gólfi.
Staðsetningin er góð, stutt í leik- og grunnskóla, verslunarkjarna.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50, Reykjanesbæ, og í síma 420-4050 eða á netfangi [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignamiðlun Suðurnesja bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.