Tjarnabraut 22, 260 Njarðvík
59.900.000 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
91 m2
59.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2007
Brunabótamat
43.200.000
Fasteignamat
46.900.000

Eignamiðlun Suðurnesja kynnir Tjarnabraut 22, 260 Reykjanesbæ.

Um er að ræða fallega 3ja herbergja, 91,2 fm. íbúð á 1. hæð með sérinngangi í tveggja hæða fjölbýlishúsi.
Eignin skiptist í anddyri, eldhús, baðherbergi, borðstofu, stofu, tvö svefnherbergi, þvottahús, geymslu og sólpall.
Íbúð merkt 102.

Nánari lýsing:

Snyrtileg aðkoma er að húsinu, innkeyrsla og sérmerkt bílastæði eru malbikuð, 
Anddyri er með flísum á gólfi og góðum fataskáp.
Eldhús hefur viðar innréttingu með innbyggðu helluborði, viftu og ofn. Ljósar flísar eru á gólfi.
Stofa og borðstofa eru í opnu björtu rými með parketi á gólfi. Þar er útgengt út á afgirtan sólpall.
Svefnherbergin eru tvö talsins, bæði parketlögð með fataskáp.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og veggjum, snyrtileg innrétting, upphengt salerni, handklæðaofn og baðkar með sturtuhaus.
Þvottahús hefur flísar á golfi og góða innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Þar er skolvaskur.
Innaf þvottahúsi er rúmgóð geymsla.
Hjóla og vagna geymsla í sameign.

Falleg og björt íbúð. Góð staðsetning, stutt í leik- og grunnskóa. Stutt í fallegar gönguleiðir. Samgöngur til og frá svæðinu eru auðveldar og stutt uppá Reykjanesbraut.

Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50 eða á netfanginu [email protected] og í síma 420-4050

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignamiðlun Suðurnesja bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 70.000 með vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.