M. Sævar Pétursson
M.Sc. Rekstrarverkfræðingur, Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari.

M. Sævar er löggiltur fasteignasali og leigumiðlari, með B.Sc. í byggingartæknifræði og M.Sc. í rekstrarverkfræði. Auk þess að vera löggiltur burðarþols hönnuður og byggingarstjóri.
Sævar hefur starfað á fasteignamarkaði síðan árið 2000 og hefur rekið Eignamiðlun Suðurnesja síðan 2008. Áður starfaði hann meðal annars sem byggingafulltrúi og skipulagsverkfræðingur hjá Suðurnesjabæ. Að auki starfaði hann sem verkfræðingur hjá Reykjanesbæ og var þar yfirverkfræðingur verklegra framkvæmda ásamt því að vera yfirmaður þjónustumiðstöðvar og sá um eftirlit og útboð á fasteignum bæjarfélagsins.
Eftir það starfaði Sævar sem lánasérfræðingur og aðstoðarútibústjóri hjá Íslandsbanka. Auk þess rak hann ráðgjafafyrirtæki þar sem hann sá um m.a. hönnun, eftirlit, rekstrarráðgjöf og gæðastýringu.